schola_cantorum_1176.jpg
VIÐ ERUM...

Kammerkórinn Schola cantorum var stofnaður árið 1996 af stjórnanda kórsins, Herði Áskelssyni. Kórinn hefur síðan starfað við góðan orðstír og haldið fjölda tónleika ýmist hér á landi og erlendis. Kórinn hefur með reglubundnum hætti haldið tónleika í Hallgrímskirkju við ýmis tilefni þar sem hljómað hefur bæði

gömul tónlist og ný.

 

Kórinn hefur getið sér gott orð fyrir vandaðan kórsöng og jafnan hlotið hástemmt lof gagnrýnenda.

 

Nánar um Schola cantorum

NÆSTU VIÐBURÐIR

26
SEP

Sunnudagur 26. september kl. 17:00

IN PARADISUM - Tónleikar Schola cantorum

Háteigskirkju

Aðgangseyrir: 3.900 kr.

FRÉTTIR

Laugardagur 1. júní 2019

 

Schola cantorum á Kirkjulistahátíð 2019 í Hallgrímskirkju

Senn hefst kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju. 

Á setningardegi 1. júní munum við frumflytja, ásamt Mótettukór Hallgrímskirkju, hljómsveit, tveimur orgelum og einsöngvurum stórkostlega tónsmíð eftir Hafliða Hallgrímsson. Verkið heitir Mysterium og dregur yfirskrift kirkjulistahátíðar nafn sitt af þessu verki. Tónleikarnir verða endurfluttir daginn eftir þann 2. júní kl. 17.

Þú flytur kórinn kantötur eftir J. S. Bach við aftansöng þann. 8. júní ásamt einsöngvurum og barokksveit.

Á lokatónleikum hátíðarinnar á annan í hvítasunnu 10. júní kemur svo Schola cantorum fram ásamt Mótettukór Hallgrímskirkju, einsöngvurum og barokksveit og frumflytur nýja hvítasunnukantötu eftir tónskáldið og kórfélagann Sigurð Sævarsson ásamt öðrum kantötum eftir J. S. Bach.

Við hlökkum mikið til komandi tónleika!

Kammerkórinn Schola cantorum hefur frá upphafi hlotið mikla athygli fyrir fágaðan og tæran söng sinn. Kórinn var valinn “Tónlistarflytjandi ársins 2016” á Íslensku tónlistarverðlaununum í mars sl. og hefur unnið til verðlauna í erlendum keppnum og komið fram á tónleikum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Ítalíu, Spáni, Þýskalandi, Frakklandi, Japan, Sviss og Bandaríkjunum. Schola cantorum var útnefndur Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar 2006, tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2007 og Íslensku tónlistarverðlaunanna 2013. Kórinn hefur frá upphafi leikið mikilvægt hlutverk í íslensku tónlistarlífi og frumflutt verk eftir fjölda íslenskra tónskálda auk þess að flytja tónlist allra stíltímabila með og án hljóðfæraundirleiks, m.a. í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Alþjóðlegu barokksveitina í Hallgrímskirkju (áður Den Haag), Björk, Sigurrós o.fl.  

Kórinn hélt veglega upp á 20 ára afmæli sitt á sl. ári með fjölbreyttum tónleikum, þ.s. kórinn frumflutti m.a. Requiem eftir Sigurð Sævarsson og flutti Jólaóratóríu J.S. Bach með Alþjóðlegu barokksveitinni í des. sl., og kom einnig fram á 5 tónleikum á tónlistarhátíðinni Reykjavík Festival í Walt Disney Hall í Los Angeles í apríl s.l. þar sem söngur kórsins hlaut einróma lof í allri umfjöllun stórblaða svo sem New York Times, LA Times o.fl.  

Stjórnandi kórsins frá upphafi er Hörður Áskelsson.

MEDITATIO - nýjasti geisladiskur Schola cantorum

Áhrifarík og íðilfögur kórverk er að finna á glænýrri plötu Schola cantorum, MEDITATIO, sem kemur út hjá sænska útgáfurisanum BIS miðvikudaginn 10. ágúst.

Sjá nánari umfjöllun hér!

ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN

 

Schola cantorum “Flytjandi ársins 2016”.


Það er Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, mikil gleði og heiður að hafa verið valinn “Flytjandi ársins í sígildri tónlist” á uppskeruhátíð íslensku tónlistarverðlaunanna í Hörpu í gærkvöldi. Kórinn fagnaði 20 ára afmæli á síðasta ári m.a. með útgáfu geislaplötunnar Meditatio, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda víða um heim og flutningi á Jólaóratóríu Bachs í desember. Auk þess kom kórinn fram á 12 tónleikum á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju, frumflutti Sálumessu eftir Sigurð Sævarsson o.fl. Við afhendingu tónlistarverðlaunanna söng kórinn eitt af lögunum á Meditatio, O nata lux eftir Morten Lauridsen.

 

Schola cantorum þakkar Íslensku Tónlistarverðlaununum þennan heiður og þá hvatningu sem hún felur í sér. Kórinn færir sóknarnefnd og starfsfólki Hallgrímskirkju, Listvinafélagi Hallgrímskirkju, Ingu Rós Ingólfsdóttur framkvæmdastjóra félagsins og öllum þeim sem skapa það frábæra bakland sem kórnum er búið til að ná árangri í söng.