top of page

Athafnir

Útfarir
Schola Cantorum hefur annast söng við útfarir um margra ára skeið í kirkjum höfuðborgarsvæðisins og nágrennis.

Til viðbótar við hefðbundna sálma býður kórinn upp á fagra kórtónlist frá ýmsum tímum. Reynt er að verða við öllum séróskum um sjaldheyrðari lög. Algengasta stærð á kórnum við útfarir er 8–9 manns. Í smærri kirkjum og kapellum fer oft vel á því að hafa smærri hópa, 4–6 manna. Söngvarar Schola Cantorum taka einnig að sér einsöng við athafnir.

 

Kostnað vegna tónlistar við útfarir má sjá á heimasíðu Félags íslenskra hljómlistarmanna www.fih.is.

 

Nánari upplýsingar veitir umsjónarmaður jarðarfararhóps Schola cantorum, Benedikt Ingólfsson, í síma 869 2556 eða í netfanginu b.ingolfsson@gmail.com.


 

Önnur tækifæri
Schola Cantorum tekur einnig að sér söng við ýmis tækifæri.

Til að panta kórinn skal hafa samband við formann kórsins, Benedikt Ingólfsson í síma 869 2556 eða gegnum netfangið b.ingolfsson@gmail.com.

bottom of page