top of page

GUÐSPJALL MARÍU eftir Huga Guðmundsson

Frumflutningur á Listahátíð í Reykjavík

Mánudaginn 6. júní kl. 20:00

Tónleikastaður: Hallgrímskirkja í Reykjavík

Frumflutningur á óratóríunni Guðspjalli Maríu (e. The Gospel of Mary) eftir Huga Guðmundsson í samstarfi við Listvinafélag Reykjavíkur og Listahátíð í Reykjavík.

 

Líbrettó óratóríunnar unnu Nila Parly og Niels Brunse upp úr guðspjallatextum sem uppgötvuðust ekki fyrr en 1896, og birtast í bókinni The Gospel of Mary of Magdala. Jesus and the First Woman Apostle eftir Karen L. King, prófessor í kirkjusögu við Harvard háskóla. Fræðileg greining textanna þykir gefa til kynna að á fyrstu öldum eftir Krist hafi þrifist söfnuðir sem höfðu konur og almennan jöfnuð í meiri hávegum en þekktist síðar í kirkjusögunni. Þessi frumkristna arfleifð, sem fljótlega var bæld niður og lá gleymd um aldir, á þó erindi sem aldrei fyrr. Hér fær hún verðskuldaða og tímabæra lofgjörð í tónum. Líta má á þetta verk sem eins konar mótvægi við allar þær óratóríur sem samdar hafa verið til heiðurs karlkyns guðspjallamönnum í gegnum tíðina.

 

Verkið var í pantað af Listvinafélagi Reykjavíkur og Alþjóðlegu kirkjulistahátíðinni í Osló. Það var samið sérstaklega með Schola Cantorum og rödd norsku sópransöngkonunnar Berit Nordbakken í huga, en hún syngur hlutverk Maríu Magdalenu.

Flytjendur:

Berit Nordbakken, sópransöngkona
Schola Cantorum
Oslo Sinfonietta
Kåre Nordstoga, orgelleikari

Stjórnandi: Hörður Áskelsson

Aðgangseyrir: 5.900 kr.

Finndu miðann þinn á Tix.is

1.jpg

Kórsöngvarar á tónleikunum:

Sórpan

Elfa Margrét Ingvadóttir
Fjóla Kristín Nikulásdóttir
Jóna G. Kolbrúnardóttir
Ragnheiður Sara Grímsdóttir
Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir

Alt

Auður Guðjohnsen
Halla Marínósdóttir
Hildigunnur Einarsdóttir
Jóhanna Ósk Valsdóttir
Lilja Dögg Gunnarsdóttir

Tenór

Björn Thorarensen
Guðmundur Vignir Karlsson
Helgi Steinar Helgason
Þorkell Helgi Sigfússon
Þorsteinn Freyr Sigurðarson

Bassi

Benedikt Ingólfsson
Björn Bjarnsteinsson
Pétur Oddbergur Heimisso
Philip Michael Barkhudarov
Örn Ýmir Arason

Tónleikar

bottom of page