top of page

TÓNLEIKAR OG AÐRIR VIÐBURÐIR 2021

IN PARADISUM - Tónleikar Schola Cantorum

Sunnudaginn 26. september kl. 17:00

Háteigskirkju

Kammerkórinn Schola Cantorum, sem fagnar 25 ára afmæli sínu á þessu ári, heldur tónleika í Háteigskirkju í Reykjavík sunnudaginn 26. september 2021 kl. 17. en það er jafn framt í fyrsta sinn sem kórinn heldur tónleika í fögrum hljómburði hennar.

Tónleikarnir eru gerðir í samstarfi við Listvinafélagið í Reykjavík.


Á efnisskránni eru hrífandi kórverk eftir íslenska og erlenda höfunda, m.a. Eric Whitacre, Ola Gjeilo, Hauk Tómasson, Hreiðar Inga Þorsteinsson og kórfélagana Auði Guðjohnsen og Björn Thorarensen, auk þess sem kórinn flytur áhrifamikla útsetningu kórfélagans Hafsteins Þórólfssonar á Sofðu unga ástin mín.


Hljóðritun fyrir geisladisk með sömu efnisskrá fer fram í Skálholtsdómkirkju dagana fyrir tónleikana, en diskurinn verður gefinn út af hinu virta sænska útgáfufyrirtæki BIS.

 

Schola Cantorum hefur í fjöldamörg ár sungið tónleika í byrjun nóvember kringum Allra sálna messu þegar látinna er minnst um allan heim, en tónleikarnir í ár, sem eru með svipaðri efnisskrá, eru haldnir nú í septemberlok í tengslum við geisladiskaupptökuna.


Tónlistin túlkar kyrrð og fegurð sem birtist í ýmsum þekktum textum kirkjunnar m.a. Ave verum corpus, Sanctus, In Paradisum o.fl.

Stjórnandi: Hörður Áskelsson

Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Miðasala við innganginn í Háteigskirkju 1 klst. fyrir tónleika.

Finndu miðann þinn á Tix.is

Efnisskrá:
1. Elegy — Daniel Elder (f. 1986)/Daniel Adams Butterfield
2. Nú legg ég þér í lófa — Þóra Marteinsdóttir (f. 1978)/J. Hausmann—Sigurbjörn Einarsson
3. Ave verum corpus — Auður Guðjohnsen (f. 1975)/Latneskur trúartexti
4. Vor hinsti dagur — Haukur Tómasson (f. 1960)/Halldór Laxness
5. Lux aeterna — Hreiðar Ingi Þorsteinsson (f. 1978)/Latneskur sálumessutexti
6. Sofðu unga ástin mín — íslenskt þjóðlag, úts. Hafsteinn Þórólfsson (f. 1977)
7. Sanctus: London — Ola Gjeilo (f. 1978)/„Heilagur“ latneskur messutexti
8. Agnus Dei — Björn Thorarensen /„Guðs lamb“ latneskur messutexti
9. Fagurt er í fjörðum — íslenskt þjóðlag, úts. John Hearne (f. 1937) Einsöngur: Rakel Edda Guðmundsdóttir
10. Ubi caritas — Paul Mealor (f. 1975)/Latneskur trúartexti
11. Ave verum corpus — Sigurður Sævarsson (f. 1963)/Latneskur trúartexti
12. In paradisum — Galina Gregorjeva (f. 1962)/Latneskur sálumessutexti
13. Nunc dimittis — Pawel Lukaszewsky (f. 1968)/Lofsöngur Símeons úr Lúkasarguðspjalli
14. In paradisum — Pärt Uusberg (f. 1986)/Latneskur sálumessutexti
15. Sleep — Eric Whitacre (f. 1970)/Charles Anthony Silvestri

--------------------------------------------

TÓNLEIKAÁRIÐ 2019

Hádeigstónleikar Schola cantorum á jólum

Föstudag 20. desember kl. 12:00

Hallgrímskirkju

Schola cantorum syngur inn jólin með hádegistónleikum, þar sem eftirvænting, fögnuður og friður jólanna ræður ríkjum.

Flutt verður fjölbreytt jólatónlist m.a. Betlehemsstjarnan eftir Áskel Jónsson, Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns og Ó, helga nótt eftir A. Adam.

Einsöngvarar úr röðum kórfélaga verða að þessu sinni Hildigunnur Einarsdóttir alt, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran og Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór.

Stjórnandi: Hörður Áskelsson

Piparkökur og heitt súkkulaði í suðursal að loknum tónleikum.

 

Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Finndu miðann þinn á Tix.is

 

 

Ljós og hljómar

Jólatónleikar Rásar 1

Sunnudag 15. desember kl. 14:00

Hallgrímskirkju

Kammerkórinn Schola cantorum flytur klukkustundar langa dagskrá undir yfirskriftinni „Ljós og hljómar“. Á efnisskránni eru hátíðlegar endurreisnarmótettur og íslensk jólalög, m.a. frumflutningur á jólalagi Ríkisútvarpsins 2019 eftir Hafliða Hallgrímsson.

Tónleikarnir eru framlag Ríkisútvarpsins til jólatónleikadags EBU og verða sendir út í beinni útsendingu í sameiginlegri tónleikadagskrá EBU á sunnudag.

Stjórnandi: Hörður Áskelsson

 

Aðgangur ókeypis - Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

In paradisum

Tónleikar á Allra heilagra messu

Sunnudag 10. nóvember kl. 17:00

Hallgrímskirkju

Árlegir tónleikar kórsins í tilefni af Allra heilagra messu. Flutt verða krefjandi en aðgengileg kórverk, án undirleiks, sem gefa áheyrendum tækifæri til að horfa inn á við - og veita innblástur til íhugunar, kyrrðar og minningar sálna sem kvatt hafa jarðvistina. Á efnisskránni eru m.a. Agnus Dei eftir Samuel Barber og Sanctus: London eftir Ola Gjeilo.

Stjórnandi: Hörður Áskelsson


Miðaverð: 4.500 kr.

Miðasala á tix.is og við innganginn á tónleikadegi.

Sumartónleikaröð Schola cantorum

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

Miðvikudaga 26. júní - 28. ágúst í sumar kl. 12:00

Schola cantorum syngur hádegistónleika á miðvikudögum í sumar frá

26. júní til 28. ágúst, að báðum dagsetningum meðtöldum, frá kl.

12:00-12.30.

Líkt og undanfarin ár erum við í samstarfi við Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju sem býður að venju upp á glæsilega dagskrá sem lýkur 28. ágúst 2019.


Efnisskrá kórsins er breytileg á þessum hádegistónleikum í sumar og spannar vítt svið í tíma og stíl en hvað rúm varðar verður sjaldnast farið út fyrir Evrópu. Með örfáum undantekningum þó. 

Tónleikadagar:

26. júní kl. 12:00
  3. júlí kl. 12:00
10. júlí kl. 12:00

17. júlí kl. 12:00
24. júlí kl. 12:00
31. júlí kl. 12:00
  7. ágúst kl. 12:00
14. ágúst kl. 12:00
21. ágúst kl. 12:00

28. ágúst kl. 12:00

Tímalengd tónleika: 30 mín.

Miðaverð 2.700 kr.

Miðasala í anddyri.

KIRKJULISTAHÁTÍÐ 2019

Mysterium - Gjafir andans

Kammerkórinn Schola cantorum kemur fram á fjölmörgum viðburðum á hátíðinni:

Upphafstónleikar Kirkjulistahátíðar 2019

Frumflutningur: Mysterium eftir Hafliða Hallgrímsson

Laugardag 1. júní kl. 17:00

Hallgrímskirkju

Tónleikarnir verða endurfluttir sunnudaginn 2. júní kl. 17.00 í Hallgrímskrikju.

Mysterium, ný óratóría eftir Hafliða Hallgrímsson fyrir tvo kóra, hljómsveit, orgel og fjóra einsöngvar verður frumflutt á opnunartónleikum Kirkjulistahátíðar.

Flytjendur: 

Mótettukór Hallgrímskirkju
Schola cantorum
Hátíðarhljómsveit Kirkjulistahátíðar

Einsöngvarar:

Herdís Anna Jónasdóttir sópran
Hanna Dóra Sturludóttir alt
Elmar Gilbertsson tenór
Oddur Arnþór Jónsson bassi

Stjórnandi: Hörður Áskelsson


Miðaverð: 6.900 kr.

Sjá nánar um viðburðinn á heimasíðu Kirkjulisthátíðar.

Aftansöngur með tónlist eftir Johann Sebastina Bach

Laugardag 8. júní kl. 17:00
Hallgrímskirkju

Flutt verður kantatan Bleib bei uns, denn es will Abend werden, BWV 6, og orgelverkin Meine Seele erhebt den Herren, BWV 648 og Komm, Gott Schöpfer, Heiliger Geist, BWV 667.

Prestur er sr. Kristján Valur Ingólfsson.

Flytjendur: 

Schola cantorum
Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju

Einsöngvarar:

David Erler kontratenór
Benedikt Kristjánsson tenór
Oddur Arnþór Jónsson bassi

Orgelleikari: Björn Steinar Sólbergsson

Stjórnandi: Hörður Áskelsson

Sjá nánar um viðburðinn á heimasíðu Kirkjulisthátíðar.

Lokatónleikar Kirkjulistahátíðar 2019
,,Eilífðareldur, uppspretta ástar“

Mánudag 10. júní kl. 17:00

Hallgrímskirkju

Frumflutningur á hvítasunnukantötunni Veni, Sancte Spiritus eftir Sigurð Sævarsson.

Einnig verða fluttar hvítasunnukantöturnar Erschallet, ihr Lieder, BWV 172 og O ewiges Feuer, o Ursprung der Liebe, BWV 34 ásamt páskakantötunni Bleib bei uns, denn es will Abend Weden, BWV 6, eftir Johann Sebastian Bach.

Flytjendur: 

Schola cantorum
Mótettukór Hallgrímskirkju
Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju

Einsöngvarar:

Herdís Anna Jónasdóttir sópran
Hildigunnur Einarsdóttir alt
David Erler kontratenór
Benedikt Kristjánsson tenór
Oddur Arnþór Jónsson bassi

Stjórnandi: Hörður Áskelsson


Miðaverð: 7.900 kr.

Sjá nánar um viðburðinn á heimasíðu Kirkjulisthátíðar.

REQUIEM

Schnittke / Sævarsson

 

Sunnudag 27. janúar kl. 16:00

Hallgrímskirkju

Schola cantorum ásamt hljómsveit flytur Requiem eftir Alfred Schnittke og Ave verum corpus og Diliges Dominum (frumflutningur) eftir Sigurð Sævarsson.

Tónleikarnir eru hluti af Myrkum músíkdögum.

Requiem (1975) eftir rússneska tónskáldið Alfred Schnittke (1934-1998) er seiðþrungin tónsmíð. Alvöruþrunginn hljómur sálumessunnar dvelur gjarnan í innhverfri íhugun sem sækir í hið forna tónmál kirkjunnar. Einnig sveiflast verkið skyndilega í dramatíska kafla eftir messuþáttum þar sem jafnvel gætir rokkáhrifa með stuðningi rafgítars og -bassa með óvæntum tilþrifum frá slagverki. Verkið var skrifað sem leikhústónlist fyrir leikskáldið Schiller og verk hans Don Carlo - en á þessum tíma mátti ekki flytja trúarlega tónlist í Sovétríkjunum svo í raun lék Schnittke vel á aðstæður.

Spennandi er að leiða saman íslenskan atvinnusönghóp og hljómsveit í þessari 44 ára gömlu tónsmíð þar sem hinn gamli Requiem texti er fluttur á áhrifaríkan hátt þar sem tónmálið er í senn klassískt og nútímalegt með áhrifum frá rokk- og leikhústónlist.

Sigurður Sævarsson hefur verið mikilvirkur í að semja tónlist fyrir kóra undanfarin ár sem hefur verið flutt bæði hérlendis og víðar í Evrópu. Þar hefur a capella tónlist verið áberandi þar sem tær og hæg framvinda er einkennandi. Tónskáldið leggur áherslu á að „hver rödd heyrist og hvert hún er að fara.“

Ave verum corpus og Diliges Dominum eru bæði samin árið 2018. Þau eru hluti af röð a capella kórverka sem Sigurður samdi á því ári við latneska texta.

Hljómsveit skipa: 
Gítar: Daníel Friðrik Böðvarsson 
Orgel: Björn Steinar Sólbergsson 
Píanó: Anna Guðný Guðmundsdóttir
Selesta: Helga Bryndís Magnúsdóttir
Rafbassi: Richard Korn
Slagverk: Steef van Oosterhout, Eggert Pálson, Pétur Grétarsson og Frank Aarnink
Básúna: Carlos Caro Aguilera
Trompet: Eiríkur Örn Pálsson

Einsöngvarar: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Guðmundur Vignir Karlsson, Rakel Edda Guðmundsdóttir og Vigdís Sigurðardóttir

Stjórnandi: Hörður Áskelsson


Miðaverð: 4.500 kr.

Miðasala á Tix.is og í Hallgrímskirkju klukkustund fyrir viðburðinn.

--------------------------------------------

TÓNLEIKAÁRIÐ 2018

Hádegistónleikar á jólum

 

Föstudag 21. desember kl. 12:00

Hallgrímskirkju

Kammerkórinn Schola cantorum flytur fjölbreytta jólasöngva og jólasálma, m.a. Betlehemsstjörnuna eftir Áskel Jónsson, Wexford carol í útsetningu John Rutter og Ó, helga nótt eftir Adam, auk verka eftir Hauk Tómasson, Sigurð Sævarsson o.fl.


Góður tími til að fylla sálina friði og hátíðleika jólanna undir fögrum söng kórsins, þegar jólahelgin er að ganga í garð.

Einsöngvarar úr röðum kórfélaga eru: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran, Guðmundur Vignir Karlsson tenór og Fjölnir Ólafsson bassi.

Stjórnandi er Hörður Áskelsson

Heitt súkkulaði í boði í suðursal að tónleikunum loknum.

         
Miðaverð: 3.000 kr.

Miðasala við innganginn 1 klst. fyrir tónleika.

 

 

Kórperlur á Allra heilagra messu

 

Sunnudag 4. nóvember kl. 17:00

Hallgrímskirkju

Líkt og undanfarin ár heldur Schola cantorum tónleika í Hallgrímskirkju á Allra heilagra messu. Að þessu sinni flytur kórinn þrjú áhrifamikil kórverk, Media vita eftir John Sheppard, Miserere eftir James MacMillan og Missa defunctorum eftir Kjell Mörk Karlsen.

Tónleikar Schola cantorum á Allra sálna messu undanfarin ár, þegar látinna er minnst, hafa notið mikilla vinsælda í kertum prýddri kirkjunni, þ.s. a cappella söngur kórsins nýtur sín einkar vel í hljómburði kirkjunnar.

Stjórnandi er Hörður Áskelsson 

Efnisskrá:

MEDIA VITA eftir John SHEPPARD 

MISERERE eftir James MacMILLAN

REQUIEM eftir Kjell-Mörk KARLSEN

         
Miðaverð: 3500 kr.

Miðasala á midi.is og við innganginn 1 klst. fyrir tónleika.

Endurreisnartónskáldið John Sheppard (d. 1558) var uppi á Englandi á fyrri hluta 16. aldar. Hann skrifaði mikið af fjölradda kirkjutónlist. Eitt þekktasta verk hans er Media vita, 6 radda kórverk, sem er tvinnað í kring um gregorgst andstef við lofsöng Símeons, Nunc dimittis, “Nú lætur þú Drottinn, þjón þinn í friði fara”.

Skoska tónskáldið James MacMillan (f. 1959) hefur skipað sér sess sem einn fremsti höfundur kirkjulegrar kórtónlistar nú á dögum. Kórverkið Miserere frá 2009 fyrir 4-8 radda kór án undirleiks, er í senn aðgengilegt og krefjandi bæði fyrir flytjendur og áheyrendur. Texti verksins er 51. Davíðssálmur, um miðbik verksins hljóma 4 vers tónsett við sama stef og hið margfræga Miserere eftir Allegri byggir á.

Norska tónskáldið Kjell Mörk Karlsen (f. 1947) skrifaði Sálumessu fyrir kór án undirleiks til minningar um eiginkonu sína og var frumflutt fyrir þremur árum. Schola cantorum flutti verkið á allra sálnamessu 2016, hrifningin á verkinu kallaði á annan flutning í ár. 

Tónleikar þessir voru fyrirhugaðir á Allra sálna messu í fyrra, en fella þurfti tónleikana niður vegna óveðurs í Reykjavík.

 

Sumartónleikaröð Schola cantorum

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

Miðvikudaga 20. júní - 29. ágúst í sumar kl. 12:00

Schola cantorum syngur hádegistónleika á miðvikudögum í sumar  frá 20. júní til 29. ágúst, að báðum dagsetningum meðtöldum, frá kl. 12:00-12.30. Hinn 18. júlí falla tónleikarnir þó niður en þá syngur kórinn á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum. 

Á efnisskrá hádegistónleikanna verða innlendar og erlendar kórperlur frá ýmsum tímum. Í sumum þeirra svífur rómantískur andi þjóðararfsins yfir vötnum en annars staðar er trúarlegur tónn ráðandi.

Hið tilkomumikla Klais-orgel mun koma við sögu og af og til mun einsöngvari úr röðum kórfélaga hefja upp raust sína.

Tónleikadagar:

20. júní kl. 12:00
27. júní kl. 12:00
  4. júlí kl. 12:00
11. júlí kl. 12:00
25. júlí kl. 12:00
  1. ágúst, kl. 12:00
  8. ágúst, kl. 12:00
15. ágúst, kl. 12:00
22. ágúst, kl. 12:00

29. ágúst, kl. 12:00

Tímalengd tónleika: 30 mín.

Miðasala í anddyri.

Getsemanestund á Skírdagskvöld

Fimmtudagur 29. mars kl. 20.00

 

Á skírdagskvöld, fimmtudag 29.3. kl. 20.00, fer fram svokölluð Getsemanestund. Í kjölfar guðsþjónustu er altarið afskrýtt eða afklætt skrúða sínum.  Ljósin eru slökkt og Schola cantorum syngur tónlist sem kallast á við þessa tjáningu á  niðurlægingu og dauða Krists.

 

Schola cantorum hefur sungið við Getsemanestund mörg síðastliðin ár og er þessi stund jafnan áhrifarík í einfaldleika sínum. 

--------------------------------------------

TÓNLEIKAÁRIÐ 2017

Hátíð fer að höndum ein

Hádegistónleikar Schola cantorum

Hallgrímskirkja 1., 8. og 15. desember 2017 klukkan 12.00 

 

Kammerkórinn Schola cantorum flytur falleg og hátíðleg aðventu- og jólalög eftir íslenska og erlenda höfunda. Á efnisskránni eru m.a. jólalög eftir Hafliða Hallgrímsson, Ásskel Jónsson og Sigurð Flosason.

Stjórnandi: Hörður Áskelsson

Aðgangseyrir: 2.500 kr. Miðasala við innganginn.

 

"Sálmar á nýrri öld"

Hallgrímskirkja 27. október 2017 klukkan 20.00 

Hallgrímsdagurinn, 343. ártíð Hallgríms Péturssonar

 

Listvinafélag Hallgrímskirkju og Hallgrímssöfnuður standa fyrir Lúthersdögum í Hallgrímskirkju 26. - 31. október nk.  í tilefni af 500 ára afmæli siðbótarinnar sem nú er minnst um allan heim.

 

Til að kallast á við Lúther og sálmana, sem Lúther vildi að fluttir væru á móðurmálinu býður kammerkórinn Schola cantorum til tónleika í Hallgrímskirkju föstudagskvöldið 27. október klukkan 20.00 undir yfirskriftinni “Sálmar á nýrri öld”, en þar flytur kórinn eingöngu sálma eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Sigurð Flosason. Sálmalögin, sem eru sett út fyrir fjögurra radda kór, eru sungin án undirleiks.

Þessir hugljúfu og hrífandi sálmar Aðalsteins og Sigurðar hafa þegar margir öðlast vinsældir en Skálholtsútgáfan gaf sálmana út í kórbókaröðinni Söngvasveigur árið 2010. Í formála bókarinnar stendur: “Efnistök Sálma á nýrri öld eru víðfeðm, lofgjörð, bæn, gleði, sorg, kirkjuathafnir, kirkjuár, morgunn og kvöld, sumir eiga sér óræðan stað í tíma og rúmi og falla varla undir hefðbundnar skilgreiningar á sálmi.”

 

Þess má geta að Schola cantorum syngur sálmana inn á geislaplötu í næsta mánuði.

Miðaverð: 2.500 kr

Miðasala við innganginn og á midi.is

Tímalengd: Um 60 mín.

Sumartónleikaröð Schola cantorum

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

Miðvikudaga 21. júní - 30. ágúst 2017, kl. 12.00

Á þessum tónleikum í hádegistónleikaröð kammerkórsins Schola Cantorum í sumar verður sungin íslensk kórtónlist með þjóðlegu yfirbragði.

Schola cantorum hefur hlotið verðskuldað lof sem einn fremsti kór landsins. Kórinn hefur unnið til verðlauna í alþjóðlegum keppnum og verið tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Nú í ár hlaut Schola cantorum Íslensku tónlistarverðlaunin sem Tónlistarflytjandi ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar.

Miðaverð: 2.500 kr

Miðasala við innganginn.

Tímalengd: 30 mín.

Tónleikadagar:

21. júní kl. 12.00 - Fyrstu tónleikar

28. júní kl. 12.00

  5. júlí kl. 12.00

12. júlí kl. 12.00

19. júlí kl. 12.00

26. júlí kl. 12.00

  2. ágúst kl. 12.00

  9. ágúst kl. 12.00

16. ágúst kl. 12.00

23. ágúst kl. 12.00

30. ágúst kl. 12.00 - Síðustu tónleikar

Kammerkórinn Schola cantorum býður frítt á tónleika! 

Schola canotrum flytur kórtónlist af nýútkomnum geisladiski sínum Meditatio og frumflytur þrjú ný verk eftir Gunnar Andreas Kristinsson, Hreiðar Inga Þorsteinsson og Huga Guðmundsson.


Uppstigningardagur 25. maí kl. 17.00
Hallgrímskirkju

Hugarró, íhugun og mátturinn í músíkinni. Þessi orð eiga vel við tónlistina sem prýðir Meditatio, plötu Schola cantorum, sem kom út hjá BIS s.l. sumar.  Gagnrýnendur um allan heim hafa lofað Meditatio bæði hvað varðar söng og efnisval og kórinn mun því flytja valin verk af diskinum í Hallgrímskirkju 25. maí, kl. 17.00.

 

Verkin á plötunni eru öll frá 20. og 21. öld, þeirra á meðal tvö eftir tónskáld sem syngja í kórnum, þá Hreiðar Inga Þorsteinsson og Sigurð Sævarsson, auk verks eftir stjórnanda kórsins Hörð Áskelsson. Á efniskránni eru líka verk eftir tónskáldin, Arvo Pärt, James MacMillan og Eric Whitacre. Í lok tónleikanna gefst tónleikagestum tækifæri að heyra íslenskan frumflutning á þremur mótettum, sem samdar voru fyrir kórinn fyrir tónleika í Walt Disney Hall. Textar verkanna eru vers úr Hávamálum sem fjalla um vináttuna, en verkin voru samin með styrk úr Tónskáldasjóði RÚV og eru eftir Gunnar Andreas Kristinsson, Hreiðar Inga Þorsteinsson og Huga Guðmundsson. Einnig flytur kórinn Vökuró eftir Jórunni Viðar í nýrri útsetningu eftir Hafstein Þórólfsson og syngur Guðmundur Vignir Karlsson tenór einsönginn.


Hörður Áskelsson, organisti og kantor í Hallgrímskirkju hefur stjórnað hópnum frá stofnun hans eða í rúm 20 ár. Frá fyrstu tíð hefur verið lögð áhersla á valinn mann í hverju rúmi og unnið ötullega að því að mynda áhrifaríkan samhljóm í gegnum sönginn sem oftast fer fram án undirleiks. Verkefnin hafa verið mjög fjölbreytt í gegnum tíðina og kórinn hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir fyrir flutning, nú síðast Íslensku tónlistarverðlaunin sem flytjandi ársins 2016.

Í apríl kom kórinn fram á listahátíðinni Reykjavik Festival í Los Angeles sem fór fram í Walt Disney Concert Hall. Á þessari hátíð var íslensk tónlist í forgrunni og fjöldi íslenskra listamanna kom fram, þeirra á meðal Sigurrós, Daníel Bjarnason og Björk. Schola Cantorum kom fram nokkrum sinnum á stóra sviðinu í Walt Disney Concert Hall og frumflutti verk eftir íslensku tónskáldin Gunnar Andreas Kristinsson, Hreiðar Inga Þorsteinsson, Huga Guðmundsson og Þuríði Jónsdóttur. Kórinn vílar fátt fyrir sér í flutningi og tekst glaður á við krefjandi verkefni og söng til dæmis í tebolla í verki Þuríðar og myndaði með röddum hljóðheim eldgamallar upptöku á íslensku þjóðlagi. Verk Þuríðar fékk jákvæða ahygli á hátíðinni. Umfjöllun erlendra blaðamanna um framgöngu Schola Cantorum á hátíðinni var góð og  í Wall Street Journal segir m.a.: ,,sung by the festival’s great find, the Schola cantorum Reykjavík, … proved warm and precise every time they performed (five programs total) “   Í maí kom hópurinn svo fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og söng tveggja kóra Bach mótettu á sérstakri tónleikaröð þar sem markmiðið er meðal annars að skapa nánd við áhorfendur.

Í maí kom hópurinn svo fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og söng tveggja kóra Bach mótettu á sérstakri tónleikaröð þar sem markmiðið er meðal annars að skapa nánd við áhorfendur.

Boðstónleikana 25.maí má skoða sem þakkargjörð Schola cantorum fyrir þá velgengni sem kórinn hefur notið. Schola cantorum hvetur áhorfendur til að mæta og njóta fallegrar tónlistar.

Meditatio

Schola canotrum flytur kórtónlist af nýútkomnum geisladiski sínum Meditatio.


Laugardaginn 11. mars kl. 17.00
Reykholtskirkju, Reykholti í Borgarfirðir

Stjórnandi: Hörður Áskelsson

Á efnisskrá tónleikanna eru verk af nýjasta hljómdiski kórsins Meditatio sem kom út í sumarbyrjun 2016. Diskurinn hefur hlotið lofsamlega umfjöllun bæði innan og utan landsteina og var m.a. tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna en þar var Schola cantorum valinn flytjandi ársins. Kórinn mun flytja þessa efnisskrá í Los Angeles í næsta mánuði á listahátíðinni Green Umbrella sem haldin er í samstarfi við fílharmóníusveit borgarinnar. 

Meditatio efnisskráin varð til upp úr árlegum tónleikum Schola cantorum á allra heilagra messu í Hallgrímskirkju þegar látinna ástvina er minnst. Tónlistin sem hér er flutt tjáir hvort tveggja trúartraust og ljósið sem leiðir mannshugann í gegnum myrkur sorgarinnar; hugleiðsla.

EFNISSKRÁ

 

James MacMillan (f.1959): A Child’s Prayer
Einsöngur: Rakel Edda Guðmundsdóttir, Ragnheiður Sara Grímsdóttir

John Tavener (1944–2013): The Lamb 
Hugi Guðmundsson (f. 1977): Hvíld 

Jón Leifs (1899–1968): Requiem 

Morten Lauridsen (f. 1943): O nata lux 

Eric Whitacre (f. 1970): Lux aurumque 
Einsöngur: Rakel Edda Guðmundsdóttir
Þorkell Sigurbjörnsson (1938–2013): Nú hverfur sól í haf 

Sigurður Sævarsson (f. 1963): Nunc dimittis 

Eriks Ešenvalds (f. 1977): O salutaris hostia 
Einsöngur: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, Kirstín Erna Blöndal

Anna Þorvaldsdóttir (f. 1977): Heyr þú oss himnum á 

Þorkell Sigurbjörnsson: Heyr himna smiðu

Hörður Áskelsson (f. 1953): Hvíld 

Hreiðar Ingi (f. 1978): Nunc dimittis 
Einsöngur: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir,
Helgi Steinar Helgason, Hafsteinn Þórólfsson

Arvo Pärt (f. 1935): Nunc dimittis 
Einsöngur: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir

 

Lengd tónleikanna er u.þ.b. 1 klukkustund.
 

--------------------------------------------

TÓNLEIKAÁRIÐ 2016

J.S. Bach: Jólaóratórían I-III

Í TILEFNI AF 20 ÁRA AFMÆLI SCHOLA CANTORUM

JÓLAÓRATÓRÍAN I-III EFTIR J. S. BACH BWV 248


Fimmtudaginn 29. des kl. 20.00
Föstudaginn 30. des kl. 17.00

Ásamt Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrímskirkju

Konsertmeistari: Tuomo Suni

Einsöngvarar:

Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran
Hildigunnur Einarsdóttir alt
Benedikt Kristjánsson tenór
Fjölnir Ólafsson bassi

Stjórnandi: Hörður Áskelsson

Sannkallaðir hátíðartónleikar verða haldnir í Hallgrímskirkju 29. og 30. desember nk., en þá verður Jólaóratórían eftir J.S. Bach (1685–1750) flutt af Schola cantorum, Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrimskirkju og glæsilegum hópi íslenskra einsöngvara af yngri kynslóðinni. Stjórnandi er Hörður Áskelsson, kantor Hallgrímskirkju.

 

Tónleikarnir eru lokin á afmælisfögnuði Schola cantorum sem fagnar 20 ára afmæli í ár. Jólaóratórían er eitt af stórvirkjum barokktímans, samin fyrir jólahátíðina 1734. Jólaboðskapurinn er rakinn í gleðisöngvum, hugljúfum aríum og íhugulum sálmum þar sem fjallað er um það kraftaverk sem varð þegar frelsarinn fæddist fyrir rúmum 2000 árum.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Listvinafélags Hallgrímskirkju

Miðasala á tix.is og í Hallgrímskirkju s. 510 1000.

REQUIEM - SÁLUMESSA

Kórtónleikar í Hallgrímskirkju
Kammerkórinn Schola cantorum syngur
Stjórnandi Hörður Áskelsson

 

6. nóvember 2016, kl. 17.00

Hallgrímskirkju

Sigurður Sævarsson: REQUIEM (frumflutningur)

Hugi Guðmundsson: Fyrir ljósi myrkrið flýr

Kjell Mørk Karlsen: Missa defunctorum (Requiem)

Líkt og undanfarin ár heldur Schola cantorum tónleika á allra heilagra messu. Þessir tónleikar eru jafnan vel sóttir. Minning látinna ástvina er umvafin hlýjum logum kertaljósa og fagurri, áhrifamikilli tónlist sem kórinn flytur.

 

Á efnisskránni eru tvær nýjar sálumessur eftir Sigurð Sævarsson og Kjell Mørk Karlsen auk mótettu eftir Huga Guðmundsson.

Sálumessurnar tvær eru samdar við hinn hefðbundna latneska texta Requiem og eru báðar ætlaðar til flutnings án undirleiks.

 

Requiem eftir Sigurð Sævarsson, sem nú heyrist í fyrsta sinn, er um 30 mínútna löng tónsmíð. Verkið er skrifað til minningar um föður tónskáldsins. Sigurður, sem er meðlimur Schola cantorum, hefur á undanförnum árum sérstaklega sinnt sköpun kórverka og hafa þau fallið í góðan jarðveg bæði hjá flytjendum og áheyrendum. Stíllinn er hægferðugur og mínimalískur og fellur sérlega vel að endurómi stórkirkna á borð við Hallgrímskirkju.

 

Verk Huga Guðmundssonar Fyrir ljósi myrkrið flýr er tileinkað minningu föður hans, Guðmundar Hallgrímssonar, og Björgvins Ingimarssonar sem létust með tveggja daga millibili í febrúarmánuði 2013. Ljóðið sem sungið er í verkinu samdi eftirlifandi eiginkona Björgvins, Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur.

 

Sálumessa hins norska Kjell Mørk Karlsen Missa defunctorum var frumflutt fyrir einu ári í Osló. Verkið er 20 mínútna langt og er skrifað til minningar um eiginkonu tónskáldsins, sem hann missti fyrir tveimur árum. Kjell Mörk Karlsen hefur verið afkastamikill á sviði kirkjutónlistar í Noregi. Hann hefur skrifað mikið af kórverkum, bæði stórum og smáum, svo og orgeltónlist og hljómsveitarverk.

 

Útgáfufyrirtækið BIS í Svíþjóð hefur nýlega gefið út disk með Schola cantorum þar sem kórinn flytur kórverk undir yfirskriftinni Meditatio, en flest verkin á diskinum hafa verið á efnisskrá kórsins á tónleikum hans í Hallgrímskirkju á allra heilagra messu undanfarin ár. Diskurinn hefur fengið mjög góðar undirtektir.

Sumartónleikaröð Schola cantorum

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

Miðvikudaga 20. júní - 31. ágúst 2016, kl. 12.00

 

Líkt og undan farin sumur stendur Schola cantorum fyrir hádegistónleikum í Hallgrímskirkju á miðvikudögum. Á efnisskránni má finna þekktar kórperlur, bæði íslenskar og erlendar, ásamt völdum verkum af nýútkomnum geisladiski kórsins Meditatio.

 

Tónleikagestum gefst frábært tækifæri til að upplifa stórfenglegan hljómburð kirkjuskipsins.

Tónleikaröðin er haldin í samstarfi við Alþjóðlegt orgelsumar og Listvinafélag Hallgrímskirkju.

Miðasala við innganginn.

Tímalengd: 30 mín.

Tónleikadagar:

22. júní kl. 12.00 - Fyrstu tónleikar

29. júní kl. 12.00

  6. júlí kl. 12.00

13. júlí kl. 12.00

20. júlí kl. 12.00

27. júlí kl. 12.00

  3. ágúst kl. 12.00

10. ágúst kl. 12.00 - Útgáfutónleikar Meditatio

17. ágúst kl. 12.00

24. ágúst kl. 12.00

31. ágúst kl. 12.00 - Síðustu tónleikar

--------------------------------------------

TÓNLEIKAÁRIÐ 2015

Listahátíðin Culturescapes 2015 í Sviss

Tónleikaferð Schola cantorum dagana 12. - 17. nóvember

 

Kammerkórinn Schola cantorum kemur fram á listahátíðinni Culturescapes 2015 í Basel og nágrenni hennar.

Á efnisskránni verða m.a. verkin sem kórinn söng inn á væntanlegan 

hljómdiski sem mun bera nafnið Hvíld og kemur út á næsta ári.

 

Nánari upplýsingar á heimasíðu Culturescapes 2015 www.culturescapes.ch

 

 

Tónleikar í Theater - Chur

Fimmtudagur 12. nóvember kl. 20.00

 

Efnisskrá

Íslenskt þjóðlag   Gefðu að móðurmálið mitt


Anna Þorvaldsdóttir (*1977)   Heyr þú oss himnum á
Hreiðar Ingi Þorsteinsson (*1978)   Nunc dimittis
Morten Lauridsen (*1943)   O nata lux
Ēriks Ešenvalds (*1977)   O salutaris hostia
Arvo Pärt (*1935)   Nunc dimittis


James MacMillan (*1959)   A Child´s Prayer
John Tavener (1944-2013)   The Lamb
Eric Whitacre (*1970)   Lux aurumque
Þorkell Sigurbjörnsson (1938-2013)   Heyr himnasmiður


Jón Ásgeirsson (*1928)   Vorvísa og Hjá lygnri móðu
Hjálmar H. Ragnarsson (*1952)   Stóðum tvö í túni
Hafliði Hallgrímsson (*1941)   Hættu að gráta hringaná
Snorri Sigfús Birgisson (*1954)   Afmorsvísa
Emil Thoroddsen (1898-1944)   Undir bláum sólarsali 
Hjálmar H. Ragnarsson (*1952)   Grafskrift/"Epitaph"

 

 

Tónleikar í Teatro Sociale - Bellinzona

Föstudagur 13. nóvember kl. 20.45

 

Sama efnisskrá og á tónleikum í Theater Chur - sjá að ofna.

 

Tónleikar í Reformierte Kirche - Uster

Laugardagur 14. nóvember kl. 19.00

 

Efnisskrá

James MacMillan (*1959)   A Child´s Prayer
John Tavener (1944-2013)   The Lamb
Hugi Guðmundsson (*1977)   Hvíld
Jón Leifs (1899-1968)   Requiem
Morten Lauridsen (*1943)   O nata lux
Ēriks Ešenvalds (*1977)   O salutaris hostia
Sigurður Sævarsson (*1963)   Nunc dimittis
Þorkell Sigurbjörnsson (1938-2013)   Nú hverfur sól í haf


Eric Whitacre (*1970)   Lux aurumque
Arvo Pärt (*1935)   Nunc dimittis
Anna Þorvaldsdóttir (*1977)   Heyr þú oss himnum á
Hörður Áskelsson (*1953)   Hvíld
Hreiðar Ingi (*1978)   Nunc dimittis
Þorkell Sigurbjörnsson   Heyr himnasmiður

 

 

Tónleikar í Geotheanum - Dornach

Sunnudagur 15. nóvember kl. 14.30

 

Efnisskrá

Íslenskt þjóðlag   Gefðu að móðurmálið mitt

 

Anna Þorvaldsdóttir (*1977)   Heyr þú oss himnum á
Hreiðar Ingi Þorsteinsson (*1978)   Nunc dimittis
Morten Lauridsen (*1943)   O nata lux
Arvo Pärt (*1935)   Magnificat

 

Þorkell Sigurbjörnsson (1938-2013)   Heyr himna smiður
Eric Whitacre (*1970)   Lux aurumque
Ēriks Ešenvalds (*1977)   O salutaris hostia
Arvo Pärt (*1935)   Nunc dimittis

 

Hjálmar H. Ragnarsson (*1952)   Stóðum tvö í túni
Hafliði Hallgrímsson (*1941)   Hættu að gráta hringaná
Snorri Sigfús Birgisson (*1954)   Afmorsvísa
Emil Thoroddsen (1898-1944)   Undir bláum sólarsali 
Hjálmar H. Ragnarsson   Grafskrift

 

 

Tónleikar í Münster - Basel

Sunnudagur 15. nóvember kl. 18.00

 

Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel

 

Efnisskrá

Íslenskt þjóðlag   Gefðu að móðurmálið mitt

 

Johann Sebastian Bach 1685–1750   Toccata BWV 540/I

 

Kirkjuleg kórtónlist frá Íslandi: 
Þorkell Sigurbjörnsson (1938-2013)   Heyr himna smiður
Sigurður Sævarsson (*1963)   Nunc dimittis
Anna Þorvaldsdóttir (*1977)   Heyr þú oss himnum á
Hreiðar Ingi Þorsteinsson (*1978)   Nunc dimittis

 

Charles-Marie Widor (1845–1937)   Andante sostenuto

úr Symphonie Gothique
Henri Mulet (1878–1967)   Tu es Petrus

 

Kirkjuleg erlend kórtónlist:
Felix Mendelssohn Bartholdi (1809-1847)   Herr, nun lässest Du
James MacMillan (*1959)   A Child´s Prayer
Arvo Pärt (*1935)   Nunc dimittis
Eric Whitacre (*1970)   Lux aurumque

 

Jón Hlöðver Áskelsson (*1945)   Choral prelude - Dýrð, vald,

virðing og vegsemd hæst
Jón Nordal (*1926)   Tokkata (í minningu Páls Ísólfssonar)

Tónleikar og aðrir viðburðir fyrri ára

bottom of page